No items found.
Kirkjusandur deiliskipulag
Kirkjusandur deiliskipulag
Kirkjusandur deiliskipulag

Kirkjusandur deiliskipulag

ÁR:
Staðsetning:
Flokkur:
STAÐA:
STÆRÐ:
2016
Kirkjusandsreitur
Skipulag
Lokið

Nýja hverfið á Kirkjusandi verður heildstætt og þétt með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. Þar af mun Reykjavíkurborg ráðstafa 150 íbúðum en hluti af þeim verða leiguíbúðir. Stefnt er að fjölbreyttri íbúasamsetningu á svæðinu. Vandað verður til allrar hönnunar í hverfinu. Íbúðir verða misstórar og henta jafnt einstaklingum sem stærri fjölskyldum. Gott aðgengi verður tryggt til að fólk með skerta hreyfigetu geti búið á og ferðast um svæðið. Útivistargildi Kirkjusands er ótvírætt með góðu aðgengi að strandlengjunni og Laugardal.

Skipulagssvæðið spannar nú tvær lóðir, Kirkjusand 2 og Borgartún 41 en með breyttu deiliskipulagi verða til níu lóðir á svæðinu. Öll hönnun svæðisins verður í samræmi við áherslur Aðalskipulags Reykjavíkur sem hefur það að meginmarkmiði að bæta borgarumhverfið, stýra umferðarflæði og stuðla að breyttum ferðavenjum og vistvænum samgöngum. Góð aðstaða verður fyrir hjólandi og gangandi í hverfinu. Lögð er áhersla á að hjólastæði verði vel staðsett ofanjarðar, sem næst inngöngum. Almenn bílastæði í götum verða gjaldskyld, en bílastæði íbúða og atvinnustarfsemi að mestu í bílageymslum en kjallarar verða undir öllum lóðum, með sameiginlega aðkomu og samnýtanlegum bílastæðum að hluta.