No items found.
STJÓRNARRÁÐSREITUR
STJÓRNARRÁÐSREITUR
STJÓRNARRÁÐSREITUR

STJÓRNARRÁÐSREITUR

ÁR:
Staðsetning:
Flokkur:
STAÐA:
STÆRÐ:
2018
Reykjavík
Skipulag
Samkeppnistillaga
xxxx

Það er við hæfi á 100 ára afmæli fullveldis Íslands að hugað sé að stefnu til framtíðar um húsnæðismál Stjórnarráðs lýðveldisins. Skynsamleg umgjörð stjórnsýslunnar skapar frekari tækifæri samráðs og samvinnu innan hennar. Stjórnsýsla á einum stað, í hjarta höfuðborgarinnar, gefur henni sjálfsmynd sem verður skírari í augum almennings og starfsfólks. Það hefur legið fyrir í áratugi að stjórnarráðið muni byggja upp á þessum stað, sem gengið hefur undir nafninu „Stjórnarráðsreiturinn“ en við viljum frekar kalla „Sölvhólsreit“, með tilvísun í Sölvhól sem frá 1730 var býli á Arnarhólstúni.

Við viljum skapa framsækið borgarumhverfi sem hæfir þeirri starfsemi sem þar fer fram. Við viljum að aðgengi almennings sé gott, en um uppfylla þær öryggiskröfur sem gerðar eru til starfsemi af þessu tagi. Við framlengjum Skuggasundið niður að Skúlagötu og skiptum þannig reitnum í fjóra meginreiti til að auka aðgengi og fanga kvarða umhverfisins. Með framlengingu Skuggasunds opnast tveir sjónásar; annars vegar norður til sjávar og Esju og hins vegar til suðurs að Þjóðleikhústurni. Allar núverandi byggingar á reitnum standa óhreyfðar, að undanskyldri lágbyggingu við Skuggasund 3. Í sumum verður starfsemi óbreytt og aðrar fá nýtt hlutverk. Áhersla lögð á að svæðið dragi ekki aðeins til sín þá sem eiga þangað beint erindi, heldur einnig þá sem velja að fara um svæðið á leið sinni annað, fara á veitingastaði á svæðinu eða velja að koma hingað án þess að eiga sérstakt erindi. Svæði á milli Skúlagötu og Sæbrautar má nýta fyrir lágbyggingar tengdum Stjórnarráði, s.s. fyrir sorpgeymslu sem vegna öryggis verður að vera í ákveðinni fjarlægt frá byggingum, aðstöðu fyrir deilibíla, ráðherrabíla, öryggisverði ofl.