Fjörður
Nýja viðbyggingin við Fjörð samanstendur af verslunarýmum á jarðhæð sem tengist við núverandi verslunarmiðstöð, hótelíbúðum á annarri til fjórðu hæð við Strandgötu, bókasafni á annarri hæð sem einnig tengist inn í núverandi verslunarmiðstöð og svo hágæða íbúðum á annarri til sjöundu hæð með kingimögnuðu útsýni í allar áttir yfir allan Hafnarfjörð. Byggingin er allt að fjórar hæðir við Strandgötuna en stallast svo í sjö hæðir til vesturs að hinum tveimur turnum verslunarmiðstöðvarinnar. Frá Strandgötunni upplifum við bygginguna sem fjögurra hæða sem fellur vel að núverandi götumynd. Á milli hótelsins og íbúðanna er þakgarður á annarri hæð, einskonar göngugata sem tengir saman hótelið, bókasafnið, íbúðir og Strandgötuna með tröppum niður á götuna. Sjö hæða íbúðaturninn stallast með stórum þaksvölum frá austri og suðri og er hæstur til norðurs til að hámarka sólarstundir á svölum og öðrum útirýmum. Þök hótelbyggingarinnar og íbúðabyggingarinnar eru svokölluð «mansard» þök með kvistum, uppfærð í nútímaútlit. Eins fá byggingarnar sín sérstæðu útlit og klæðningarefni sem brýtur upp ásýnd heildarinnar í manneskjulegan skala með skírskotun til smærri bygginga gamla miðæjarins. Hótelið er klætt með rauðri álklæðningu og gulri báruklæðningu að Strandgötunni. Inngangur verslunarmiðstöðvarinnar er viðarklæddur og íbúðaturninn er klæddur með dökkri sementspkötuklæðningu að Strandgötu en ljósgrárri álklæðningu í tígulplötum í inngarði. Stórir hringlaga þakgluggar á þakgarði veita verslunarrýmum dagsbirtu niður að verslunargötuna á jarhæð hússins. Bogadregnir gluggar á stölluðum þaksvölum íbúðarhlutans gefa byggingunni ákveðið sérkenni og mjúk horn draga bæði úr umfangi byggingar og vindstrengjum.