Heilsustofnun NLFÍ
Heilsustofnun NLFÍ
Heilsustofnun NLFÍ

Heilsustofnun NLFÍ

ÁR:
Staðsetning:
Flokkur:
STAÐA:
STÆRÐ:
2020
Hveragerði
Atvinna
4. sæti
x

Tillagan er vel unnin og setur fram sterka hugmynd um byggingu Heilsustofnunar samgróna landslaginu. Þannig aðskilur hún sig frá aðliggjandi byggð og nýrri íbúðabyggð, „þorpinu“, sem staðsett er sunnan til á lóðinni. Sett er fram áhugaverð tillaga um annars konar aðkomu að Heilsustofnun með stórum garðskála; „grænni veröld“ sem opin er almenningi til fræðslu og dægradvalar. Þannig verða græn veröld og sundlaugin mjög afgerandi sem andlit heilsuþorpsins útávið. Austur-vestur ásinn liggur svo að Heilsustofnun sunnan við og heilsudvalarstað að norðan og áfram að stíg niður að Varmá. Öllum bílastæðum er komið fyrir í niðurgröfnu tveggja hæða og hálfyfirbyggðu bílastæðahúsi norðaustan við Lækjarbrúnarhverfið. Hugmyndin er góð en líklegast kostnaðarsöm í framkvæmd.

Meðferðakjarninn er allur á einni hæð og leystur ágætlega með 40 herberjum á tveimur efri hæðum sem ljúka má í fyrsta áfanga. Herbergjum er raðað á eina hlið á gangi sem liggur í kringum inngarð. Vegalengdir eru óþarflega langar og lítil yfirsýn fyrir starfsfólk. Ýmsar útfærslur virðast óraunhæfar og langir, mjúkir gangar gera bygginguna stóra í ásýnd. Þriggja hæða byggingar með svo langar samhangandi ásýndir virðast stórar og framandi í þessu landslagi en þannig er tillagan í andstöðu við markmið sitt. Hugmyndin að baki þessarar tillögu hentar e.t.v. betur heilsudvalarstaðnum. Hann er skipulagður í öllum höfuðatriðum eins en aðeins smærri með vel staðsettum útiböðum sem snúa að Varmá. Tengsl sundlaugar við meðferðarkjarna þyrfti að bæta. Íbúðarbyggðin á suðurhluta svæðisins er vel staðsett og aðlaðandi þar sem bíllinn víkur fyrir gangandi umferð. Umsögn dómnefndar: Höfundar hafa sett fram áhugaverðar og vel unnar hugmyndir sem samrýmast markmiðum samkeppnislýsingar ágætlega og fær innkaup.