No items found.
HEKLUREITUR
HEKLUREITUR
HEKLUREITUR

HEKLUREITUR

ÁR:
Staðsetning:
Flokkur:
STAÐA:
STÆRÐ:
2017
Reykjavík
Íbúðir
Samkeppnistillaga
40.000 m²

Við gerum á aðalatriðum ráð fyrir starfsemi á neðri hæðum og íbúðum á efri hæðum. Leikskóli er um miðbik svæðisins, en þar gerum við einnig ráð fyrir menningarhúsi - „Þínu húsi”. Þar sjáum við fyrir okkur bókasafn, heilsugæslu, funda- og skemmtiaðstöðu, þvottahús og hugsanlega útleigurými fyrir nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla. Við leggjum áherslu á að þaksvalir bygginga séu sameignir svo allir fái notið þeirra gæða sem slíkir dvalarastaðir eru. Á þaksvölum gerum við ráð fyrir góðurhúsum og mögleika á ræktun í samræmi við hugmyndir um aukna sjálfbærni innan borgarmarkanna.

Við gerum ráð fyrir nokkuð óbreyttri starfsemi á austurhluta skipulagssvæðisins ef undan eru skilin Sjónvarpshúsið (sem er eiginnafn í hugum miðaldra- og eldri meðborgara) og skemmur sunnan þess. Í Sjónvarpshúsinu eru hugmyndir um hótel, en við viljum að skemmurnar fái endurnýjaða lífdaga með menningatengdri starfsemi. Í framtíðinni væri æskilegt að bílastæðum á B-reit verði komið fyrir neðanjarðar um miðbik svæðisins . Heildar byggingamagn á Heklureit samkvæmt tillögunni er um 40.000 m². Við gerum ráð fyrir um 300 íbúðum (30.000 m²) og 10.000 m² atvinnuhúsnæði, eða skiptingu 75/25%.