Hrífunes sveitahótel
ÁR:
Staðsetning:
Flokkur:
STAÐA:
STÆRÐ:
2017
Skaftártunga
Atvinna
Lokið
xxxx
Hrífunes sveitahótel gistiþjónusta í Skaftártungu sem tekur allt að 30 manns í uppábúin rúm. Húsið er staðsett á milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs. Frá Hrífunesi er stutt í hálendi Íslands og í fjallabaksleiðir syðri og nyrðri. Eigendur eru Hadda Björk Gísladóttir og Haukur Snorrason. Þau reka jafnframt ferðaþjónustufyrirtækið Look North ehf sem sérhæfir sig í ljósmyndaferðum.
Árið 2012 voru innréttuð herbergi í verkfærageymslu í auk viðbyggingar með gistirými geymslu og bílskúr. Árið 2017 var byggð tveggja hæða viðbygging með með sex gistirýmum auk svítu. Meginhugmynd er að skapa sveitahótel með þorpsbrag sem er einskonar vin í eyðimörkinni. Ljósmyndir Haukur Snorrason