Um okkur

Um ASK arkitekta

Um ASK arkitekta

Arkitektar Skógarhlíð ehf var stofnað í upphafi árs 1999 og tók þá við rekstri eldri félaga sem verið höfðu í eigu Árna Friðrikssonar, Páls Gunnlaugssonar og Valdimars Harðarsonar frá árinu 1980. Í febrúar 2005 sameinuðust Arcus ehf og Arkitektar Skógarhlíð ehf undir nafninu ASK arkitektar ehf.

Eigendur ASK arkitekta eru:

Andri Klausen arkitekt F.A.Í.

Gunnar Bogi Borgarsson arkitekt F.A.Í.

Gunnar Örn Sigurðsson arkitekt F.A.Í.

Guðrún Ragna Yngvadóttir arkitekt F.A.Í

Helgi Már Halldórsson arkitekt F.A.Í.

Sigríður Halldórsdóttir arkitekt F.A.Í.

Sigurlaug Sigurjónsdóttir arkitekt F.A.Í.

Össur Imsland byggingafræðingur B.F.Í.

Framkvæmdastjóri ASK er Helgi Már Halldórsson.

ASK arkitektar er alhliða arkitektastofa sem fæst við hefðbundin verkefni á sviði arkitekta og innanhússarkitekta, ss. hönnun nýbygginga, endurhönnun eldri bygginga, hönnun húsgagna, skipulag eldri byggðar og nýbyggingasvæða, hönnunarstjórn ofl.

Undanfarin ár hefur starfsmannafjöldi stofunnar verið um 15-25 manns og tímabundið meiri eftir verkefnum.

Stofan hefur því skipað sér í flokk stærstu arkitektastofa landsins sem hafa farið stækkandi undanfarinn áratug.

Verkefni stofunnar hafa að miklum meirihluta verið unnin fyrir fyrirtæki og sveitarfélög en einnig einstaklinga.